Skip to main content

Félagakerfið Tótal er heilstæður hugbúnaður fyrir verkalýðsfélög. 
Kerfið er í eigu verkalýðsfélaga og skrifað fyrir þau. 

Í kerfinu eru m.a. eftirfarandi undirkerfi:

1. Félagakerfi

Kerfið heldur utan um allar nauðsynlegar upplýsingar um félagsmanns og gerir bæði félagsmanninum sjálfum og starfsfólki félagsins auðvelt að halda utan um og stjórna skráningu.

2. Skýrslur og úrvinnsla

Í félagakerfinu er auðvelt að vinna skýrslur um félagamenn og launagreiðendur. Unnt er á fljótlegan hátt að vinna kjörskrár eftir iðgjöldum, atvinnugreinum, starfsmannaflokkum og launagreiðendum. Hægt er að senda hópa beint úr skýrslukerfinu í hópakerfi, kosningakerfi eða í skeytakerfið.

3. Iðgjaldaskil

Flest verkalýðsfélög innheimta t.d. menntasjóð með iðgjöldum. Sérstakar skýrslusíður eru til að gera innheimtuskýrslur menntasjóða. Ennfremur eru skýrslusíður til að gera innheimtuskýrslur greiddra styrkja.

4. Persónuvernd

Tótal félagakerfi er með innbyggðar persónuverndarstillingar þannig að starfsfólk félaganna hafi aðeins aðgang að upplýsingum um félagsmenn sem nauðsynlegar eru og málefnaleg ástæða er til að birta.

5. Uppflettingaskrá

Haldin er skrá um allar uppflettingar starfsfólks á félagsmönnum og vinnslur með gögn.

6. Mínar síður

Félagsmenn hafa aðgang að ”mínum síðum” þar sem birtar eru nánast allar upplýsingar sem til eru um félagsmanninn. Mínar síður Tótal eru dag notaðar af um 70.000 félagsmönnum verkalýðsfélaga og hafa fengið frábærar umsagnir í viðhorfskönnunum. Þannig telja um helmingur aðspurðra ekki þörf á breytingum eða viðbótum en um helmingur vill auka gagnvirkni síðanna og hefur verið unnið að því.

7. Yfirlitssíða menntunar

Félagsmenn geta hlaðið inn prófskírteinum og atvinnuréttindum og haldið utan um á einum stað. Unnt er að setja inn áminningu um gildistíma réttinda þannig að kerfið sendi félagsmanni áminningu um að endurnýja þurfi réttindi þar sem það á við.F

8. Iðgjaldakerfi

Kerfið tekur við rafrænum skilagreinum, villurreiknar þær og sendir síðan í bókhald – merktar til bókunar. Allir félagsmenn eru merktir á viðeigandi starfsmannaflokk.

9. Deildarskipting félaga

Tótal hefur eftirfarandi stillingar á öllum félagsmönnum: Deild, kjarasamning og starfsmannaflokk. Þá eru stillingar á stöðu félagsmanns – s.s. virkur, ellilífeyrisþegi, öryrki. Einnig er hægt að merkja félagsmenn fullgilda.

10. Orlofskerfi

Kerfið er sveigjanlegt að þörfum og óskum félaga. Kerfið getur afgreitt leigur með bankakröfum eða kortagreiðslu, heldur utan um innheimtu vegna slæms viðskilnaðar og talar beint við aðgangsstýrikerfi og opnar og lokar fyrir aðgang notenda. Kerfið sendir upplýsingar í bókhald – þannig að hver leiga bókast á viðeigandi eign.

11. Umsjónarmannakerfi

Tótal er með sérstaka vefsíðu fyrir umsjónarmenn orlofseigna þar sem umsjónarmenn hafa aðgang að upplýsingum um þau leiguskipti sem bókuð eru og geta einnig komið ábendingum á framfæri við félagið.

12. Vefverslun

Kerfið býður upp á sölu bæði ”rafrænna vouchera” og t.d. Útilegukorts eða annarra áþreifanlegra hluta. Félagsmenn sjá alltaf birgðir af hverri vöru, niður á starfsstöðvar félagsins og geta valið hvort þeir sækja vöruna eða fá hana senda.

13. Styrkja-og dagpeningakerfi

Kerfið heldur utan um alla styrki og sjúkradagpeninga sem greiddir eru hjá verkalýðsfélögum. Kerfið gerir tillögu um styrkupphæð eftir þeim forsendum sem hver styrktegund byggir á. Kerfið sendir afgreidda styrki beint í bókhald þar sem þeir eru tilbúnir til greiðslu í gegnum launahluta bókhaldskerfisins.

14. Kosningakerfi

Kerfið ræður við litlar sem stórar kosningar og skoðanakannanir. Kerfið hefur verið margreynt í kosningum um afgreiðslu kjarasamninga. Starfsmenn félaganna hafa engan aðgang að niðurstöðum atkvæðagreiðslna fyrr en kosningu er lokið. Vensl félagsmanns og hvernig hann greiddi atkvæði eru ekki vistuð og hver félagsmaður getur aðeins kosið einu sinni í hverri atkvæðagreiðslu. Kosningakerfið er tengt skeytakerfi þannig að auðvelt er að senda hvatningu einungis á þá sem eiga eftir að kjósa. Kerfið hefur verið notað í hundruði trúnaðarmannakosninga.

15. Hópakerfi

Auðvelt er að búa til hópa um einstök mál.

16. Skeytakerfi

Vinnur náið með hópakerfinu. Unnt er að búa til fasta hópa eða ”dynamiska” eftir skilgreindum skilyrðum. Skeytakerfið sendir tölvupósta eða sms eftir vali starfsmanns.

17. Málakerfi

Tótal er með fyrirspurnarkerfi þar sem félagsmenn geta lagt inn fyrirspurnir og hlaðið upp skjölum. Kerfið sendir síðan mál áfram í málakerfi hvers félags. Tótal er með tilbúnar tengingar við OneCRM og GoPRO

18. Aðgangskerfi

Kerfið er hluti orlofskerfis og annast samskipti orlofskerfis við aðgangskerfi hvers félags. Tilbúnar eru tengingar við IPX aðgangskerfi og Brava aðgangskerfi.

Starfsmaður

Sigurður Eiríksson

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Eigendur Tótal ehf

AFL Starfsgreinafélag  34%

Efling Stéttarfélag 30%

Þjónustuskrifstofa 2F Fagfélaganna  13%

Verkalýðsfélagið Hlíf 10%

Eining Iðja  7%

Aldan Stéttarfélag 3%

Stéttarfélag Vesturlands 3%


Stjórn Félagakerfisins Tótal ehf.

Guðmundur Rúnar Árnason, framkvæmdastjóri Verkalýðsfélagsins Hlíf – form. Stjórnar

Sverrir Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs Starfsgreinafélags – framkvæmdastjóri

Perla Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Eflingar Stéttarfélags

Silja Eyrún Steingrímsdóttir, formaður Stéttarfélags Vesturlands

Þórarinn Sverrisson, formaður Öldunnar Stéttarfélags.


Félagakerfið Tótal ehf.

Félagakerfið Tótal ehf.

440322 - 0690

Búðareyri 1, 730 Reyðarfirði

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

www.total.is

Bankaupplýsingar:  0133-26-009584

Viðskiptabanki:  Landsbankinn

Endurskoðendur: KPMG