*
Félagakerfið Tótal er félagakerfi fyrir verkalýðsfélög – í eigu verkalýðsfélaga og skrifað af verkalýðsfélögum.
*
Kerfið er alíslenskur hugbúnaður og skrifað af forriturum Austurnets ehf. – hugbúnaðarfyrirtæki sem staðsett er á Egilsstöðum. Kerfið er hýst af TRS á Selfossi (nú Opin Kerfi).
*
Tótal er samþætt öðrum kerfum – s.s. bókhaldskerfi, aðgangskerfum, málaskráningarkerfum og símkerfi þannig að vinnuumhverfi starfsfólks verkalýðsfélaga verði sem einfaldast og skilvirkast.
*
Allar verkefnalýsingar og þarfagreiningar við þróun Tótal voru gerðar af starfsfólki verkalýðsfélaga – þannig að kerfið er sniðið 100% að þörfum félaganna.
*
Tótal félagakerfi er í stöðugri þróun og hafa aðildarfélögin með sér samráðshópa um einstaka hluta kerfisins sem reglubundið skila inn ábendingum um það sem betur mætti fara.
*
Verkalýðsfélög sem áhuga hafa á að kynna sér Tótal félagakerfi geta sett sig í samband við starfsmann félagsins og fengið kynningu.